Undanfarin 15 ár hafa fjórtán þúsund Íslendingar fengið styrk frá Evrópusambandinu til að fara í starfsþjálun eða nám. Á þessu tímabili hafa tæplega fimm miljarðar króna að núvirði runnið til ýmisa verkefna hér á landi. Verkefnin sem hafa hlotið styrk eru mjög fjölbreytileg. Að þeim hefur staðið fólk sem starfar á öllum skólastigum, frá grunnskóla upp í háskóla, auk endurmenntunar og fullorðinsfræðslu.

„Íslendingar hafa fengið möguleika á því að fá styrki til náms, allt frá því að fara í viku námskeið og upp í að vera heilu árin í háskólanámi,“ segir Dóra Stefánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Menntaáæltun Evrópusambandsins.

Tekið upp úr frétt sem birtist í Fréttablaðinu.

Sjá frétt á www.visir.is