Umræðan um aðild Íslands að ESB hefur að miklu leiti einskorðast við umræðu um sjávarútveg, landbúnað og lýðræði, lítið hefur farið fyrir umræðu um áhrif aðildar á menningu.

Í nýlegri grein sem birtist í Fréttablaðinu fjallar Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði um það  hvernig aðild að ESB muni efla íslenska menningu.  Þar segir m.a.:  ,,Eitt af markmiðum Evrópusamvinnunnar er að styrkja menningu þjóða Evrópu. ESB stuðlar til dæmis að eflingu allra tungumála og viðhaldi gamalgróinna hefða meðal þjóða sambandsins. Evrópsk menning byggir á virðingu fyrir frelsi og frumkvæði einstaklinga og þjóða.“

Lesa má greinina í heild sinni hér.