öttingerÍ Fréttablaðinu í dag, þriðjudaginn 9. mars, er fjallað um fund Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, með Günther Öttinger, orkumálastjóra Evrópusambandsins, sem fram fór í Brussel í gær.

Haft er eftir Öttinger að „Íslendingar munu halda óskertu eignarhaldi og yfirráðum yfir orkuauðlindum sínum ef til ESB-aðildar kemur.“

Í samtali við Fréttablaðið sagði Össur:

Þetta þykir mér mikilvægt að liggi skýrt fyrir því að andstæðingar aðildar hafa margsinnis haldið því ranglega fram, meðal annars á Alþingi, að jákvæðar viðtökur ESB við aðildarumsókn Íslendinga séu vegna þess að þeir ásælist orkuauðlindir okkar. Nú er því í gadda slegið að það er enginn fótur fyrir því.“

Össur segir Öttinger hafa sagt ESB hvorki vilja né geta krafist nokkurra yfirráða í þessum málum þar sem slíkt samræmdist ekki sáttmála sambandsins.