Jean-Claude Piris fyrrverandi ráðgjafi ráðherraráðs sambandsins og yfirmaður lögfræðisviðs þess er í viðtali við Fréttablaðið 29. janúar. Hann segir frá því í viðtalinu að ESB græði lítið á því að Ísland verði þar aðildarþjóð. Telur hann að Íslendingar muni njóta ávaxta af slíkri aðild en að hún sé ekki nein guðsgjöf fyrir ESB og að tímasetning aðildarumsóknarinnar sé ekki verulega góð.

Piris þvertekur fyrir að Íslendngar muni verða áhrifalausir innan sambandsins. „Jafnvel stóru ríkin, þegar þau standa ein, hafa ekki nóg af atkvæðum til að ráða því sem þau vilja þegar kosið er eftir meirihlutareglu. En þegar mikilvægir hagsmunir einhvers aðildarríkis eru í húfi tekur ESB ekki ákvarðanir á þennan hátt. Það er gengið mjög langt til að koma til móts við hvert ríki.“

  • Viðtalið við Piris er hægt að lesa í heild sinni á www.visir.is.