Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahagsmála hjá Evrópusambandinu, segir að sambandið sé tilbúið til þess að veita Íslendingum tæknilega aðstoð til þess að losna við gjaldeyrishöftin.

„Það er mjög mikilvægt fyrir Íslendinga að byrja að undirbúa það að geta aflétt gjaldeyrishöftum og að tengja það við evrópsk sjónarmið,“ sagði Rehn eftir fund með Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra Íslands, í Brussel í dag.

Fréttaveitan Bloomberg greindi frá fundinum.

Sjá einnig umfjöllun á visir.is.