Í gær, þann 12. september, fóru fram þingkosningar í Hollandi.

Þegar búið var að telja 96% atkvæða í morgun var það orðið ljóst að Frelsis- og lýðræðisflokkur sitjandi forsætisráðherra, Mark Rutte, vann stórsigur og bætti við sig 10 þingsætum og hefur nú 41 þingsæti. Jafnaðarmannaflokkurinn var þó ekki langt á eftir, en jafnaðarmenn fengur 39 sæti. Útlit er fyrir að Frelsisflokkur Geert Wilders missir helminginn af sínum þingsætum.

Frelsis- og lýðræðisflokkurinn, og Jafnaðarmannaflokkurinn, eru báðir hlynntir Evrópusambandinu, sem og evrusamstarfinu, og því er ljóst að Evrópusinnar unnu stórsigur í kosningunum í Hollandi, en Frelsisflokkurinn byggði sína kosningabaráttu á mikilli andstöðu við ESB og evruna.

Stjórnarmyndun mun hefjast í dag.

Sjá nánar hér: http://www.euractiv.com/elections/rutte-gets-victory-netherlands-v-news-514770