Í upphafi næsta árs verður almenningi gefinn kostur á að setja mál á dagskrá Evrópuþingsins með söfnun undirskrifta.  Skilyrðið er þó að viðkomandi málefni sé á valdsviði Evrópusambandsins.  Í Lissabon sáttmálanum (2007) er svokallað European Citizens´Initiative (ECI) og er markmið þess að stuðla að auknu lýðræði og opna fyrir aðkomu almennings að löggjöf sambandsins. Undirskriftir frá a.m.k. milljón íbúum (0,2% af íbúafjölda ESB) búsettum í a.m.k. sjö aðildarríkjum tryggja að tillagan verði sett á dagskrá þingsins.

Hérna fjallar Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, um þessa þróun lýðræðis innan ESB.

Hérna er vefsíða ECI verkefnisins og fésbókarsíða.