Þann 22. desember síðastliðinn voru kynntar niðurstöður nýrrar könnunar Eurobarometer þar sem íbúar aðildarríkja ESB sem og íbúar umsóknarríkja voru spurðir um hverjum þeir treysta best til þess að bregðast við áhrifum fjármála- og efnahagskreppunnar. Það var Evrópusambandið sem fékk hæsta hlutfall svara, meira en þjóðþing ríkjanna. Könnunin fór fram í Nóvember og fól í sér viðtöl við 31.659 íbúa 27 aðildarríkja Evrópusambandsins sem og umsóknarríkja.

Eftirfarandi spurning var borin upp: „Að þínu mati, hver af eftirfarandi er færastur um árangursríkar aðgerðir gegn áhrifum fjármála- og efnahagskreppunnar?“ Evrópusambandið kom út á toppnum, með 23% atkvæða, en næst á eftir Evrópusambandinu voru þjóðþing ríkjanna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Bandaríkin og aðrir fylgdu síðan á eftir (sjá mynd að neðan).

Þetta sýnir að íbúar Evrópusambandsins og umsóknarríkja treysta enn Evrópusambandinu best til þess að tækla afleiðingar fjármála- og efnahagskreppunnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má lesa nánar um niðurstöður könnunarinnar: http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/11/1594&type=HTML