Fimmti fundurinn í fundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, veturinn 2011-2012, verður haldinn á morgun, föstudaginn 14. október,  í Odda (Háskóli Íslands) milli klukkan 12 og 13.

Erindið ber heitið Breytingar á öryggissamvinnu í Evrópu – áhrif á stofnanir og smáríki og fjallar um stefnumyndun í öryggismálum í Evrópu, hvernig áherslan hefur breyst sem og samvinnan, sem nú fer helst fram á milli ríkja, án þátttöku stofnana. Spurningunni um hverjar séu ástæðurnar á bakvið þessa þróun og hvaða áhrif hún gæti haft á Evrópu er velt upp á fundinum.

Það er Dr. Gunilla Herolf sem flytur erindið, en hún er yfirmaður rannsóknarsviðs Stockholm International Peace Research Institute í Svíþjóð.