september 9, 2011
kl. 00:00:00 til 23:59:00.
kl. 00:00:00 til 23:59:00.
Í vetur mun Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir fundarröðinni “Evrópa: Samræður við fræðimenn,” þar sem rætt verður erlenda fræðimenn um rannsóknir þeirra á Evrópumálum. Fundirnir munu fara fram í Odda 201 (Háskóli Íslands) á fötudögum milli klukkan 12 og 13.
Fyrsti fundurinn verður næsta föstudag, 9. september, en þar mun Dr. Clive Archer, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Manchester Metropolitan háskólann í Bretlandi, fjalla um öryggi smáríkja í Evrópu, nánar tiltekið um hvernig smáríki hafa leyst öryggis- og varnarmál sín eftir lok kalda stríðsins.
Nánar um fyrirlesturinn á http://stofnanir.hi.is/ams/
Allir velkomnir.