Öllum landsmönnum er boðið að vera við opnun Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í Bíó Paradís (Reykjavík European Film Festival / REFF) í dag, þann 16. nóvember kl. 19:00.

Hægt verður að velja á milli fjögurra mynda sem allar hefjast kl. 20:00; Alpana eftir Giorgos Lanthimos, Strák á hjóli eftir Dardenne bræður, Hafið djúpa bláa eftir Terence Davies og Gaurana eftir Olivier Dahan. Boðið gildir meðan húsrúm leyfir.

Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem fram fer í Bíó Paradís dagana 16.-25. nóvember, er ætlað að gefa þverskurð af því besta sem álfan hefur uppá að bjóða í bíói á síðustu misserum. Almennt miðaverð á hátíðina er aðeins kr. 500 og hægt verður að kaupa fimm mynda passa fyrir aðeins kr. 2000.

Nánari upplýsingar um hátíðina og sýningar má finna hér: http://bioparadis.is/2012/11/13/evropska-kvikmyndahatidin-i-reykjavik-16-25-november/