noname

Luisa Passerini, prófessor emeritus í sagnfræði við Turin-háskóla, heldur opinn fyrirlestur á vegum EDDU – öndvegisseturs í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, föstudaginn 19. apríl 2013. Fyrirlesturinn, sem ber heitið „Evrópskar sjálfsmyndir frá sjónarhóli síðnýlendustefnu“ fer fram á ensku í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 14:00-15:00.

Að vera evrópsk/ur í dag merkir að staðsetja sig innan sögulegra mótsagna evrópskra sjálfsmynda. Það þýðir að upplifa þá pólitísku þörf að skapa rými fyrir gagnrýni á hefðbundnar sjálfsmyndir sem byggja á útilokun og stigveldi. Þessa áskorun þarf að laga að núverandi ástandi Evrópu frá sjónarhóli alþjóðahyggju og síðnýlendustefnu og gera ráð fyrir nýjum formum framtíðarsjálfsmynda sem eiga við þá sem ekki eru „innfæddir“ Evrópubúar.

Luisa Passerini er með doktorsgráðu í heimspeki og sagnfræði frá Turin-háskóla. Hún hefur gegnt prófessorsstöðu í menningarsögu við Turin-háskóla og 20. aldar sögu við Evrópska háskólann í Flórens.