Catherine Ashton, yfirmaður utanríkis- og öryggismálastefnu ESB, skrifaði grein í Fréttablaðið í dag í tilefni þess að 9. maí, fagnar Evrópusambandið því að þennan dag árið 1950 lagði Robert Schuman fram hugmyndir sínar um náið samstarf Evrópuríkja til að koma á varanlegum friði og hagsæld í álfunni.

Aston fer fyrir nýrri stofnun utanríkismála ESB, sem sett var á laggirnar í byrjun ársins. Með henni voru verkefni á sviði utanríkismála sett undir einn hatt. Verkefnin ná yfir mjög fjölbreytilegt svið, allt frá friðaruppbyggingu til samningaviðræðna við alþjóðasamtök og ríki utan sambandsins. Hún segir markmið sé að búa til betri og samstæðari utanríkisstefnu ESB, þróa viðbrögð og svör við hnattrænum vandamálum og vinna náið með bandamönnum sambandsins um allan heim.

„Skilaboðin frá Evrópu til vina okkar um allan heim eru skýr: við viljum vinna saman að því að að takast á við þær miklu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Með stofnun sameiginlegrar utanríkisþjónustu verðum við betri og hæfari samstarfsaðili.

Við erum stærsta viðskiptaheildin og stærsti veitandi þróunaraðstoðar í heiminum, en við gerum meira en það. Við styðjum við lýðræðisþróun í Egyptalandi og Túnís, vinnum með alþjóðasamfélaginu í að skapa aðstæður fyrir betri framtíð í Líbíu og þrýstum á um breytingar í löndum eins og Sýrlandi sem búa við harðstjórn. Við eigum í baráttu við sjóræningja út af ströndum Sómalíu og aðstoðum við uppbyggingarstarf á Haítí eftir eyðileggingu jarðskjálftans þar. Við miðlum málum milli Serbíu og Kósóvó til að koma á varanlegum friði á vesturhluta Balkanskaga og við leiðum samningaviðræður við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra.

Á Evrópudeginum 9. maí notar ESB tækifærið til að minnast upphafs Evrópusamvinnunnar. Þar fyrir utan gefst tækifæri til að líta yfir farinn veg og fagna því sem hefur áunnist. Utanríkisþjónusta ESB, ásamt sendinefndum í 130 löndum,  er fulltrúi sterkrar og sameinaðar Evrópu. Hlutverk hennar er að tryggja öryggi og stöðugleika fyrir íbúa Evrópu og stuðla að því að íbúar annarra landa njóti sömu gæða.“

Hérna má lesa  grein talsmanns sameiginlegrar utanríkisstefnu ESB í Fréttablaðinu 9. maí.