Þann 25. október birti Evrópuvefurinn svar við spurningunni „er það rétt að Evrópusambandið banni börnum að leika sér með segulstál, leikfangavaraliti, partýflautur og blöðrur?“

Svarið við spurningunni er nei. Evrópusambandið hefur ekki sett neinar seglur sem banna börnum að leika sér með leikföng. Hins vegar kemur það fram í svarinu á Evrópuvefnum að Evrópusambandið hefur samræmt reglur aðildarríkjanna 27 um öryggiskröfur sem leikföng verða að uppfylla. Þessar reglur gilda á evrópska efnahagssvæðinu, og eru því í gildi á Íslandi.

Þá segir ennfremur: „Reglurnar beinast að framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum leikfanga. Þessir aðilar eru ábyrgir fyrir því að vörur uppfylli samræmda evrópska öryggisstaðla og stofni hvorki öryggi né heilsu notenda eða annarra í voða. Settur hefur verið öryggisstaðall um hámark styrkleika segulstáls í leikföngum og blöðrur úr latexi þurfa að bera sérstaka aðvörun. Um leikfangavaraliti og partýflautur gilda hins vegar aðeins almennar reglur tilskipunarinnar.“

Svarið í heild sinni má lesa hér: http://evropuvefur.is/svar.php?id=60892