Á næstunni munu Evrópusambandið og Bandaríkin hefja viðræður um fríverslunarsamning sín á milli. Verði af slíkum samningi er um að ræða umfangsmesta fríverslunarsamning sögunnar, en Bandaríkin og Evrópusambandið eru tvær stærstu viðskiptablokkir heims.

Í sameiginlegri yfirlýsingu ESB og bandarískra stjórnvalda eru vonir bundnar við að samningurinn skapi milljónir starfa beggja vegna Atlantshafsins, en viðskipti þeirra á árlegum grundvelli nema nú um 455 milljörðum evra og hafa skapað milljónir starfa.

Að mati Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gæti slíkur samningur verið 275 milljarða evra virði á ári og skapað tvær milljónir starfa.

Stefnt er á að viðræður hefjist í sumar og að samningurinn verði tilbúinn árið 2015.

Nánar um málið á Euractiv.