Félag stjórnsýslufræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Evrópustofu boða til málþings:
Evrópusambandið og íslensk stjórnsýsla
Hver eru áhrif regluverks ESB og umsóknarferlis Íslands á íslenskar stofnanir og sveitarfélög?
Fimmtudaginn 18. okt kl. 12-14:15 á Grand hótel Reykjavík.
Skráning HÉR . Þátttökugjald kr. 5400.-, hádegisverður innifalinn.
Dagskrá:
1. Setning og opnunarávarp. Eggert Ólafsson, formaður Félags stjórnsýslufræðinga.
2. Dr. Anamarija Musa kennari í opinberri stjórnsýslu við lagadeild Háskólans í Zagreb, Króatíu.
Umbætur stjórnsýslunnar í Króatíu í tengslum við inngöngu landsins í ESB.
3. Dr. Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ.
Evrópuvæðing íslenskrar stjórnsýslu – samanburður við hin Norðurlöndin. Kynning á niðurstöðum rannsóknar.
4. Frá sjónarhóli sveitarfélaga
Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
5. Frá sjónarhóli ríkisstofnana
Kristin Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar
Eftir framsögur verða panelumræður með frummælendum og með þátttöku Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra og aðalsamningamanns vegna viðræðna um aðild Íslands að ESB.
Fundarstjóri: Svavar Halldórsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Því er haldið fram að umfangsmiklar breytingar þurfi að gera á íslenskri stjórnsýslu gangi Ísland í Evrópusambandið. Ekki verður þó framhjá því litið að regluverk ESB hefur þegar haft veruleg áhrif á starfsemi og áherslur opinberra stofnana og íslenska stjórnsýslu á báðum stjórnsýslustigum með innleiðingu tilskipana ESB í íslensk lög í kjölfar EES samningsins sem tók gildi 1. janúar 1994. Jafnframt hefur umsóknarferli Íslands að ESB haft áhrif á starfsemi íslenskrar stjórnsýslu.
Á fundinum verður m.a. leitað svara við eftirfarandi spurningum:
1. Að hvaða leyti hefur EES samningurinn, innleiðing regluverks ESB í íslensk lög og umsóknarferli Íslands að ESB haft áhrif á og leitt til breytinga á áherslum og verkefnum íslenskrar stjórnsýslu, hjá ríki, sveitarfélögum og opinberum stofnunum?
2. Hefur það leitt til framfara fyrir starfsemina og málaflokkinn eða haft neikvæð áhrif á þróun starfsins?
3. Hver er reynsla Norðurlandanna?
4. Hver er reynsla ríkis sem fær væntanlega aðild að ESB á næsta ári?
Nánar um viðburðinn hér: http://stjornsysla.is/frettir/34-frettir/117-evropusambandie-og-islensk-stjornsysla-