Hefurðu áhuga á Evrópumálum en langar að vita meira?- Ertu Evrópusinni?- Langar þig til að hafa áhrif á starfið, kynnast fólki og láta til þín taka?

Ef svo er, þá gæti Evrópuskóli Ungra Evrópusinna verið eitthvað fyrir þig! Stefnan er tekin á Laugarvatn helgina 15. og 16. september næstkomandi. Haldið verður úr bænum árla laugardags og komið heim síðdegis á sunnudegi. Rúta mun flytja mannskapinn á Farfuglaheimilið að Laugarvatni þar sem skólinn mun fara fram.

Á dagskrá er meðal annars: 

– Erindi frá færum fyrirlesurum á sviði Evrópumála- Málefnavinna- Ræðuþjálfun- Umræða um stöðu aðildarviðræðna- Almenn fræðsla um Evrópumál- Baðferð í Laugarvatn Fontana… að ógleymdri Evrópugleði á laugardagskvöldinu með þéttri skemmtidagskrá!

Skólagjald er aðeins 1.500 kr. Innifalið í því er gisting að Laugarvatni, rútuferðir báðar leiðir, fyrirlestrar í hæsta gæðaflokki, kvöldskemmtun og allar máltíðir á meðan námskeiðinu stendur!

Skólinn er opinn öllum áhugasömum Evrópusinnum á aldrinum 18-35 ára sem langar að vita meira um Evrópumál. Við vekjum athygli á því að um takmarkað framboð skólasæta er að ræða. Þó hvetjum við þau sem eru ókunnug starfinu sérstaklega til að taka þátt. Við tökum fram að Ungir Evrópusinnar eru þverpólitísk hreyfing sem tengist ekki neinum stjórnmálaflokkum.

Skráning fer fram í netfangið ungirevropusinnar@ungirevropusinnar.is. Skráningarfrestur stendur til 5. september nk.

Í umsókn þarf að koma fram

  • Nafn
  • Kennitala
  • Símanúmer
  • Loks eru umsækjendur beðnir um að greina frá í örstuttu máli hvers vegna þau hafa áhuga á að sækja námskeiðið!

Ekki hika við að senda okkur fyrirspurnir á Facebook síðuna okkar ef þið hafið einhverjar spurningar, eða í netfangið ungirevropusinnar@ungirevropusinnar.is. Þá má líka hringja á skrifstofu Já Ísland í síma 517-8874.

ÞAÐ HEFUR ALDREI VERIÐ MIKILVÆGARA AÐ TAKA ÞÁTT Í EVRÓPUUMRÆÐUNNI EN NÚNA – OG VIÐ LOFUM GÓÐU STUÐI! Nánari dagskrá verður kynnt síðar!

Með kveðju,

Stjórn Ungra Evrópusinna