Evrópustofa á Vestfjörðum – þriðja tilraun!

•        Hver er staðan innan ESB?

•        Hver er gangur aðildarviðræðnanna við Ísland?

•        Hvað gerir upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi?

Með hækkandi sól og vori í lofti efnir Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, til opins fundar um Evrópumál á Ísafirði, miðvikudaginn 30. maí kl. 17-18, en fresta þurfi umræddum fundi tvívegis fyrr í vor vegna ófærðar.

Fundurinn á miðvikudaginn fer fram á Hótel Ísafirði og eru allir velkomnir. Sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa, fjallar um stöðuna innan Evrópusambandsins og gang mála í  aðildarviðræðunum við Ísland og svarar spurningum. Sendiherrann talar á ensku en boðið verður upp á endursögn á íslensku.

Þá kynnir Bryndís Nielsen, upplýsingafulltrúi Evrópustofu, starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar sem tók til starfa í Reykjavík í ársbyrjun og í byrjun þessa mánaðar á Akureyri.

Hvað viltu vita?

Fundurinn á Ísafirði er liður í áformum Evrópustofu að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB. Í því skyni verðurm.a. efnt til kynningar- og umræðufunda víðsvegar um landið á næstu misserum með sendiherra ESB og hafa fundir nú þegar verið haldnir á Akureyri, Egilsstöðum, í Neskaupstað og Reykjavík.