Evrópustofa – upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi – tekur til starfa laugardaginn 21. janúar 2012. Af því tilefni vilja þau bjóða gestum og gangandi að líta inn til þeirra á opið hús á Suðurgötunni milli kl. 11 og 16.

Eftir opnunarathöfn verður hleypt af stokkunum ljósmyndasamkeppni fyrir almenning með þemanu Ísland og Evrópa. Verðlaunin verða kynnt á staðnum en þau eru vegleg.

Þá verður öllum frjálst að stíga upp á „Sápukassann“ og tjá sig um Evrópumál.

Sigríður Thorlacius tekur lagið við undirleik Guðmundar Óskars Guðmundssonar.

Léttar veitingar verða í boði en meðal þess sem verður á borðstólum er stór „Evrópukaka“, belgískar vöfflur, frönsk horn og íslenskar kleinur ásamnt kaffi og kakói fyrir börnin.

Allir velkomnir!