esb-isl2Utanríkismálanefnd Evrópuþingsins sendi frá sér ályktun í gær, þriðjudaginn 19. febrúar, sem fjallaði um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins.

Í ályktuninni var því fagnað að búið væri að opna 21 kafla í aðildarviðræðunum, þó svo að vonin hafi verið sú að búið væri að opna alla kaflana sem um er samið.

Þá taldi nefndin að ljósi þeirrar ákvörðunar að hægja á viðræðunum fram yfir Alþingiskosningar, að ekki væri hægt að ljúka aðildarviðræðum fyrr en báðir viðsemjendur væru reiðubúnir til þess.

Þá lagði nefndin áherslu á mikilvægi þess að leysa makríldeilu ESB og Noregs við Ísland og Færeyjar.