Á fundi sínum í Strassborg í gær, miðvikudaginn 6. febrúar, samþykkti Evrópuþingið „sögulegar breytingar“ á fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, en endurskoðun á fiskveiðistefnunni hefur staðið yfir í nokkurn tíma.

Á Eyjunni segir að samkvæmt tillögunum verður bundinn endi á áratugalanga ofveiði í lögsögu ESB-ríkja og bann verður lagt við brottkasti á fiski.

Tillögurnar voru samþykktar með gríðarlegum meirihluta, en 502 Evrópuþingmenn greiddu atkvæði með breytingunum, meðan 137 voru á móti.

„Það tókst! Grundvallarbreytingar verða gerðar á fiskveiðistefnu ESB, til hagsbóta fyrir sjómenn og fiskinn sjálfan! Svo ég er himinlifandi,“ sagði Ulrike Rodust, þýskur jafnaðarmaður og formaður þingnefndar um breytingu á fiskveiðistefnu ESB, eftir að samþykktinni var landað á þinginu.

Hægt er að smella hér til þess að lesa fréttatilkynninguna frá Evrópuþinginu.

Hér er síðan frétt frá Euractiv um málið.