Á morgun, þann 17. janúar, mun Evrópuþingið kjósa sér nýjan forseta, en þar með mun tímabili Pólverjans Jerzy Buzek sem forseta Evrópuþingsins ljúka.

Raddir eru uppi um að Martin Schuls, þýskur sósíalisti, muni taka við keflinu af Buzek. Þó hafa bæði hinn frjálslyndi Evrópuþingmaður Diana Wallis og Nirj Deva, sem kemur frá hópi íhaldssamra antí-federalista (ECR), gefið kost á sér.

Áhugavert verður að sjá hver hinn nýji forseti Evrópuþingsins verður.

Hér er hægt að lesa meira um kosningarnar og um Martin Schuls: http://euobserver.com/843/114886