Í Fréttablaðinu í dag birtist greinin Evrópuvefurinn: Vettvangur fróðleiks og umræðu, en hana skrifa Þórhildur Hagalín  og Vilborg Ása Guðjónsdóttir, verkefnastjórar Evrópuvefsins.

Með greininni eru Þórhildur og Vilborg að kynna Evrópuvefinn (http://evropuvefur.is), en hér á síðunni hefur oftar en ekki verið birt upplýsingaefni frá Evrópuvefnum.

Í greininni segir meðal annars: „Fyrir alla sem vilja afla sér upplýsinga um aðdraganda og sögu Evrópusambandsins; löggjöf, réttarframkvæmd og stjórnsýslu í ESB; stefnu og áætlanir ESB; aðildarríkin og afstöðu þeirra eða aðildarumsókn Íslands og hugsanleg áhrif hennar er Evrópuvefurinn rétti staðurinn.

Það er hlutverk vefsins að veita hlutlægar og trúverðugar upplýsingar með það að markmiði að efla málefnalegar umræður um Evrópusambandið og tryggja að þjóðin taki upplýsta ákvörðun um aðild þegar þar að kemur. Evrópuvefurinn hefur engra annarra hagsmuna að gæta en að þessum markmiðum verði náð og umræðan um aðild fari þannig fram að menn komi heilir frá leik.“

Grein Þórhildar og Vilborgar má lesa hér: http://www.visir.is/evropuvefurinn–vettvangur-frodleiks-og-umraedu/article/2011712029983 og svo hvetjum við alla til þess að kynna sér Evrópuvefinn.