Mikael Gustafsson er stjórnmálamaður frá Svíþjóð. Hann er meðlimur Vinstri flokksins í Svíþjóð (Vänsterpartiet), sem er flokkur sósíalista og feminista þar í landi. Fyrir flokk sinn situr hann á Evrópuþinginu, í bandalagi Evrópskra vinstri flokka og norrænna vinstri grænna flokka (European United Left/Nordic Green Left). Í október á síðasta ári varð Mikael Gustafsson fyrsti karlmaðurinn til þess að stýra jafnréttisnefnd Evrópuþingsins, sem fjallar jafnt um réttindi kvenna sem og jafnrétti kynjanna (Committee on Women’s Rights and Gender Equality).

Gustafsson er þekktur fyrir að vera femínisti fram í fingurgóma, en þegar hann tók við embættinu á síðasta ári var rætt við nokkra af samstarfsfélögum hans sem lýstu honum sem „hlýjum og opnum, viðkunnalegum manni sem býr yfir einlægri skuldbindingu við fólkið“ Þá nefndi annar samstarfsfélagi hans að hans helstu baráttumál væru meðal annars „feminismi og umhverfismál.“

Í tilefni þess að í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna verður hægt að spjalla við Mikael Gustafsson á facebook síðu Evrópuþingsins, klukkan 14.00. Sjá hér: http://www.facebook.com/europeanparliament?sk=app_188929731130869

Meira um Gustafsson: http://www.europarl.europa.eu/news/en/headlines/content/20111014STO29303/html/Women%27s-Rights-committee%27s-new-chair-feminist-to-his-fingertips