Á morgun, þriðjudaginn 8. maí, fer fram síðast hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar þetta vorið.

Sema Erla Serdar, verkefnastjóri Já Ísland og Stefnir Húni, formaður Ísafoldar, ræða Evrópusambandið og framtíðina.

Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon og hefst kl. 12.00 og stendur í klukkustund.

Fundurinn er öllum opinn og eru fundarmenn hvattir til að taka þátt og bera fram fyrirspurnir. Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði.