Það eru margir sem velta fyrir sér fjárframlögum Evrópusambandsins og í hvað þau fara, en samkvæmt upplýsingum frá Evrópuþinginu fara um 90% af fjárframlögum ESB í verkefni innan aðildarríkjanna eða í verkefni eins og efnahagsvöxt, landbúnað eða umhverfismál.

Nú hefur Evrópuþingið gert þessar upplýsingar aðgengilegar á heimsíðu sinni þar sem hægt er að skoða fjárframlög ESB til aðildarríkjanna 27, fyrir árið 2010, en með aðstoð skemmtilegs margmiðlunarforrits eru upplýsingarnar mjög auðskiljanlegar, en þar er meðal annars hægt að skoða hversu mikið hvert ríki þiggur frá eða veitir til Evrópusambandsins.

Hér má skoða nýjustu tölurnar:  http://www.europarl.europa.eu/en/headlines/content/20111107MUN30717/html/EU-budget-at-glance-updated-with-latest-figures?utm_source=apsis-anp-3&utm_medium=email&utm_content=unspecified&utm_campaign=unspecified