Í fréttum á helstu miðlum landsins er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, að „Íslendingar myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009.“ Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær, þann 13. desember, þegar Steingrímur var spurður út í afstöðu sína til umsóknarinnar.

Þá er einnig haft eftir Steingrími að: „Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusambandið.“

Sjá nánar til dæmis hér: http://visir.is/vill-klara-ad-semja-og-thjodin-fai-ad-kjosa/article/2011712149913