Já Ísland er rekið fyrir frjáls framlög stuðningsmanna, einstaklinga og lögaðila. Án þess stuðnings er ekki hægt að gera margt. Sem betur fer hafa margir lagt hönd á plóg og gert mögulegt að halda úti öflugu starfi og upplýsingamiðlun.

Það eyðist hins vegar það sem af er tekið og þess vegna hefur verið ákveðið að leita til allra stuðningsmanna og óska eftir 3.000 kr. framlagi. Það er gert með því að stofna valgreiðslukröfu í heimabanka allra skráðra stuðningsmanna og senda að auki greiðsluseðillinn í pósti. Fyrir misskilning fór ekki sérstakt kynningarbréf með greiðsluseðlinum eins og ætlunin var. Það bréf ætti að berast strax eftir helgina. Já Ísland vonar að þetta komi ekki að sök.

Hverjum og einum er auðvitað í sjálfsvald sett hvort hann greiðir eða ekki.

Um leið og við hvetjum stuðningsmenn til þess að styrkja starf okkar minnum við á að fyrir okkur er best ef stuðningsmenn styrkja okkur með reglulegum greiðslum sem hægt er að stofna til í heimabanka hvers og eins.

Alla sem ekki hafa fengið beiðni um styrk en vilja aðstoða bendum við á að leggja inn á reikning okkar:

0114-26-874 / kt. 681009-0860

Með fyrirfram þökkum

Jón Steindór, formaður
Sigurlaug Anna, framkvæmdastjóri