„Ef  menn eru stanslaust að stýra allri hagsstjórn á Íslandi eftir einni atvinnugrein þá eru menn að reka aðrar atvinnugreinar burtu úr landi,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP í athyglisverðu viðtali á vefnum www.thjod.is en hann hefur að geyma hugleiðingar Íslendinga úr ýmsum áttum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hilmar telur að það að reka sérstakan gjaldmiðil fyrir 300.000 samfélag sé ekki virðisaukandi starfsemi. Krónan sé í raun ekki til annars nýtileg en að fella kaupmátt í landinu án þess að almenningur taki eftir því. Hann bendir á að ein besta leiðin til að vinna gegn sveiflum í efnahagslífinu sé að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf þar sem ólíkar atvinnugreinar muni í krafti fjölbreyttninnar vega hver aðra upp þegar að kreppir. Hilmar Veigar er í hópi þeirra sem segja: Já Ísland.