Niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar þar sem spurt var um afstöðu til aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem Capacent gerði fyrir Sterkara Ísland daganna 18 – 25 ágúst, kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu eru 38,8% sem styðja áframhaldandi samningaviðræður Íslands við ESB. Andvígir áframhaldandi samningaviðræðum eru 45,5%, óákveðnir eru 15,7%.

Séu þessar tölur bornar saman við sambærilega könnun sem var gerð á vegum Markaðs og miðlarannsókna í byrjun júní en þar kom fram að aðeins 24,3% vildu halda fyrirhuguðum viðræðum við ESB áfram. Þá er ljóst að fjöldi Íslendinga sem styður samningsviðræður Íslands við ESB hefur fjölgað mikið í sumar eða úr 24,3% í 38,8% sem er 14,5 prósentustig.

Að sama skapi hefur þeim sem eru andvígir samningaviðræðum fækkað en í byrjun sumars vildu 57,6% Íslendinga draga umsókn um aðild að ESB til baka,  en nú í lok sumars eru 45,5 % andvígir samningaviðræðum.  Á tæpum þrem mánuðum hefur því þeim sem eru andvígir aðildarviðræðum fækkað um ríflega tólf prósentustig.

Þetta er til marks um að bilið á milli þeirra sem eru fylgjandi og þeirra sem eru andvígir samningaviðræðum sé að minnka og að það fjölgi í hópi þeirra sem vilja að þjóðin fái að taka ákvörðun um hvort Ísland eigi að ganga í ESB þegar málefnaleg umræða hefur átt sér stað og þegar samningurinn við ESB liggur fyrir.

Vegna athugasemda Heimssýnar:

Sterkara Ísland fékk Capacent til að gera könnun á stuðningi við aðildarviðræður nú þegar samningaviðræður eru nýhafnar við ESB og bar saman við síðustu könnun sem gerð var við stuðning við umsóknina  en sú könnun var gerð  í upphafi sumars. Það sem vekur athygli í athugasemd Heimssýnar er að sú könnun sem Sterkara Ísland miðar við er  könnun sem gerð var fyrir vefsvæðinu Andríki.is og er sú nýjasta sem gerð hefur verið sem kannar viðhorf til aðildarviðræðna.

Heimssýnarmenn hefðu frekar viljað að við miðuðum könnun okkar við eldri könnun en við töldum eðlilegra að bera saman við nýjustu könnun sem vissum af.

Ef þessar kannanir eru bornar saman kemur glögglega í ljós að þeir sem fjöldi þeirra sem vildi halda áfram fyrirhuguðum viðræðum sem þá voru þá 24,3 % en þeir sem styðja aðildarviðræður nú þegar þær eru hafnar eru 38,8 prósent.  Þeir sem voru á móti samningsviðræðum í könnun sem andstæðingar ESB aðildar létu gera fyrir sig vildu 57,6% draga umsóknina til baka en nú eru 45,5% andvígir samningaferlinu.