þpÞorsteinn Pálsson ritar grein í Fréttablaðið þann 31. ágúst. Þar segir hann m.a:

„Upp á síðkastið hefur farið meiri tími í umræðu um form ákvarðana varðandi hugsanlega aðild að Evrópusambandinu en efni. Form umræðu og ákvarðana skiptir vissulega miklu máli en má þó ekki verða svo ráðandi að efnislega rökræðan gleymist.

Utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni frá andstæðingum aðildar jafnt sem stuðningsmönnum fyrir málsmeðferðina. Það virðist eiga rætur í því að hann hefur leikið tveimur skjöldum með því að gera hvort tveggja, að láta líta svo út sem hlé hafi verið gert á viðræðunum og að umsóknarferlinu sé lokið.

Það þarf snjalla og lipra menn í pólitískum loftfimleikum til að koma standandi niður úr þannig æfingum. Ráðherranum tókst það ekki. Fyrir vikið hefur umræðan um formið orðið fyrirferðarmeiri en ella hefði þurft að vera.“

Greinin í heild sinni.