Ríflega sjötíu konur mættu á fundinn

Á þriðjudaginn  síðasta var haldinn fyrsti kvennafundur Já Ísland hreyfingarinnar og var umræðuefnið ESB og neytendamál. Ræðukona kvöldsins var Brynhildur Pétursdóttir sem hélt fyrirlestur um allt frá transfitusýrum, merkingu á matvælum til vaxtastigs í Evrópu.

Þrátt fyrir blíðskapaveður og að það sé langt komið inn í sumarið fjölmenntu konur á fundinn. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá öll nýju andlitin. Örræður héldu Hildur Dungal, Guðrún Pétursdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Sigurlaug Anna. Fundastjóri var Guðrún Ögmundsdóttir.

Guðrún Pétursdóttir flutti skemmtilega örræðu

Fundurinn var bæði fræðandi og einstaklega skemmtilegur og voru konur sammála um að fjölga þyrfti kvennafundum í náinni framtíð. Þá hafa borist fjölmargar óskir um að sambærilegir fundir verði haldnir víða um land og verður auðvitað reynt að verða við þeim óskum.

Jórunn Frímannsdóttir flutti kraftmikla örræðu