thjodFyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Tillagan er lögð fram af stjórnarandstöðunni í beinu framhaldi af bréfaskriftum utanríkisráðherra til Evrópusambandsins um stöðu Íslands sem umsóknarríkis.

Já Ísland hefur sent utanríkismálanefnd umsögn um tillöguna og lýst eindregnum stuðningi við hana. Þar segir m.a:

„Já Ísland vill aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til þess að svo geti orðið þarf að leiða samningaviðræður við Evrópu­sambandið til lykta og bera síðan aðildarsamning undir dóm þjóðarinnar. …

Fyrirætlan ríkisstjórnarinnar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið gengur þvert gegn gefnum loforðum og kröfum um aðkomu þjóðarinnar að þessu mikilvæga máli.

Alþingi og ríkisstjórn ber skylda til þess að stíga varlega til jarðar og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ná fram sáttum.

Til þess er bara ein leið fær – að leggja málið í dóm þjóðarinnar.“

Umsögnin í heild sinni.