Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkt í morgun að leiða í lög reglu um 40% kynjakvóta í stjórnum einkafyrirtækja. Reglan á að vera komin til framkvæmda á árinu 2020.

Vefurinn EUObserver segir frá þessu og jafnframt að Vivianne Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórninni, hafi sagt frá málinu á Twitter með þessum hætti: „Það er orðið að veruleika. Framkvæmdastjórnin hefur samþykkt tillögu mína að Evrópulöggjöf um að konur verði orðnar 40% stjórnarmanna í fyrirtækjum fyrir árið 2020.“