Fundaröð okkar, Fróðleikur á fimmtudegi, er komin af stað. Röðin er liður í upplýsinga- og kynningaherferðinni Já Ísland sem hófst um miðjan febrúar. Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hóf leikinn á því að fjalla um auðlindir en í kjölfarið fylgir Gylfi Magnússon sem mun ræða um gjaldmiðlamál. Annars er dagskráin næstu vikur svohljóðandi:

31. mars

Evran eða króna? Hvaða leiðir eru færar?

Gylfi Magnússon hagfræðingur, dósent HÍ

14. apr

Staða þjóðríkisins í nútímanum og fullveldið

Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði HÍ

Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst

28. apr

Evrópusambandið og mannréttindamál á Íslandi

Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, prófessor við Lagadeild HR

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttissofu.

5. maí

Hagsmunir heimilanna

 Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna

Henny Hins, hagfræðingur ASÍ

12. maí

Staðan í aðildarviðræðunum

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands

Fundirnir eru haldnir í Skipholti 50a og hefjast kl. 17.00. Þeir eru opnir öllum og aðgangur ókeypis.