EU Common Fisheries Policy Basic Regulation at the European Parliament in StrasbourgOle Poulsen, sviðsstjóri sjávarútvegsmála í matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti Danmerkur, fjallar um reynslu Dana af sjávarútvegsstefnu ESB á opnum fundi á Hótel KEA, Akureyri, miðvikudaginn 13. mars kl. 12:00-13:30.

Fundurinn er hluti af fundarröð sem Norræna upplýsingaskrifstofan, Norræna félagið og Evrópustofa standa fyrir í samstarfi við sendiráð hinna norrænu landa og fjallað er um mál sem hafa verið ofarlega á baugi í Evrópuumræðunni.

„Tilgangurinn með fundaröðinni er að varpa ljósi á reynslu Norðurlandanna af Evrópusamstarfi og miðla þeirri þekkingu til almennings,“ segir Bryndís Nielsen, framkvæmdastýra Evrópustofu.

Ole Poulsen mun meðal annars fjalla um sjávarútvegsstefnu ESB og áhrif hennar á sjávarútveg í Danmörku, reynslu Dana af fiskveiðum ESB-ríkja í danskri lögsögu og áhrif sambandsins á stöðu bæjarfélaga í dreifbýli þar sem sjávarútvegur er stundaður.

Poulsen er einn helsti sérfræðingur Dana þegar kemur að sjávarútvegsmálum en Danmörk er stærsta fiskveiðiþjóð Evrópusambandsins. Hann hefur tekið þátt í mótun sjávarútvegsstefnu ESB frá upphafi auk þess sem hann hefur verið ráðgjafi sjávarútvegsráðherra Dana í rúm 30 ár. Það má því búast við bæði fróðlegum og gagnlegum fyrirlestri á miðvikudaginn kemur og eru allir velkomnir.