fanarOpinn fundur á Hótel KEA, Akureyri, miðvikudaginn 6. mars, kl. 12:00-13:30.

Miðvikudaginn 6. mars mun Karl Erik Olsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra Svíþjóðar fjalla um reynslu Svía af landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins og þátttöku í Evrópuþinginu. Olsson var landbúnaðarráðherra Svíþjóðar á meðan á aðildarviðræðum við ESB stóð, er bóndi og hefur auk þess fylgst náið með afleiðingum aðildar fyrir sænskan landbúnað.

Fundurinn er liður í fundaröð sem Norræna upplýsingaskrifstofan, Norræna félagið og Evrópustofa standa að í samstarfi við sendiráð hinna norrænu landa og ber yfirskriftina Evrópusamvinna frá sjónarhóli Norðurlandanna. Fundirnir verða alls fimm talsins og fjallað verður um þau mál sem hafa verið ofarlega á baugi í Evrópuumræðunni.

Súpa og kaffi verður selt á staðnum gegn vægu gjaldi. Allir velkomnir.