Juha Jokela, deildarstjóri við Alþjóðamálastofnun Finnlands, heldur erindi um hlutverk Evrópusambandsins í hnattrænni stjórnsýslu, þá sér í lagi á óformlegum samstarfsvettvangi líkt og G-20, á næsta fundi í fundaröð Alþjóðamálastofnunar um Evrópumál.

Jokela fjallar meðal annars um hversu erfitt það hefur reynst að leysa hnattræn vandamál á alþjóðavettvangi, einkum sökum þess að valdið dreifist nú á milli sífellt fleiri ríkja. Jokela telur aukið vægi G-20 jákvæða þróun í þessu sambandi, sem endurspegli betur þann margpóla heim sem við búum við í dag.

Fundurinn er haldinn í Lögbergi (HÍ) stofu 101, föstudaginn 23. mars kl. 12.

Allir velkomnir.