Sterkara Ísland hélt fund á Akureyri í Deiglunni og var hann vel sóttur og tókst í alla staði vel.

Formaður Sterkara Íslands, Jón Steindór, flutti inngangserindi en að því loknu töluðu þau Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum og Jón Þorvaldur Hreiðarsson, lektor við HA.

Bryndís fjallaði um hagsmuni neytenda í tengslum við aðild Íslands að ESB en Jón Þorvaldur fjallaði um gjaldmiðilsmálin og þá kosti sem eru í stöðunni fyrir Ísland í þeim efnum.

Fjörugar umræður urðu á fundinum.

Í lok fundarins var ákveðið að stofna undirhóp Sterkara Íslands á Akureyri og nágrenni.

Í stjórn voru valin þau:

Benedikt Ármannsson
Hans Kristján Guðmundsson
Pétur Maack Þorsteinsson
Ragnar Sverrisson
Valgerður Sverrisdóttir

Stjórn Sterkara Íslands á Akureyri