“Þessi afgreiðsla á lærdómsöld Íslendinga, ritmáli manna eins Hallgríms Péturssonar, fjölda rímnaskálda, Jóns Vídalíns, Jóns Indíafara, Þorleifs Halldórssonar og Eggerts Ólafssonar, svo aðeins nokkrir séu nefndir, finnst mér bera vott um fágæta fáfræði um 17. og 18. öld og ritmál þess tíma. Margir af þessum mönnum voru ekki aðeins alþýðumenn heldur einnig hálærðir og fluttu inn menningu og menntir frá Evrópu, engu síður en Fjölnis menn sem sjálfir voru afkastamiklir þýðendur, einkum þó Jónas Hallgrímsson.”

Óvinurinn í líki stofnanamálsins sem Bjarni stillir upp andspænis „kjarnmiklu íslensku alþýðumáli“ er svo eitthvað sem verður til hvort sem Íslendingar eru í ESB eða EES, því eins og Bjarni veit munu embættismenn þurfa að birta lög, reglur og upplýsingar stjórnvalda eftir sem áður …”.

Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum við H.Í. svarar Bjarna Harðarsyni í Fréttablaðinu í dag, en Bjarni ritaði grein í Morgunblaði fyrir skömmu, sem svar við fyrri grein Gauta um þýðingar og íslenska tungu. Í lok greinarinnar beinir Gauti þeim tilmælum til Bjarna, sem er starfandi upplýsingarfulltrúi í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, að hann vandi sig betur í upplýsingagjöf til almennings.

Hérna er hægt að lesa greinina í heild