Í dag, þann 9. maí, er Evrópudeginum fagnað víða í Evrópu, þar sem fólk kemur saman úti á götum og margir viðburðir eru í gangi og stofnanir Evrópusambandsins opna dyrnar fyrir almenningi. En hvað stendur Evrópudagurinn fyrir?

Þann 9. maí árið 1950 voru fyrstu skrefin tekin í áttina að því sem við í dag þekkjum sem Evrópusambandið. Það var í París sem þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, oft titlaður sem faðir Evrópusambandsins, Rober Schuman, kallaði á Frakka og Þjóðverja og önnur ríki í Evrópu til þess að vinna saman í bandalagi með kol og stál, betur þekkt sem Kola- og stálbandalagið.

Hér voru fyrstu skrefin tekin i átt að því að stofna bandalag Evrópuþjóða, en lagt var til að þessu bandalagið yrði stjórnað af yfirþjóðlegri stofnun, til þess að halda utan um framleiðsluna og koma í veg fyrir vandræði, en ekki var langt frá þvi að þessi ríki höfðu verið í stríð við hvort annað.

Evrópudagurinn markar því upphafið að Evrópusambandinu, upphafið að nýjum vinnubrögðum sem koma í veg fyrir stríð og upphafið að friði og velsæld í Evrópu, og er deginum því fagnað víða um álfuna.

Gleðilegan Evrópudag!