„Alveg óháð því hvort aðild að Evrópusambandinu verður samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu stöndum við því frammi fyrir grænni aðlögun að lagaramma Evrópusambandsins. Það yrði mikið framfaraspor og allir þeir sem vilja auka veg umhverfisverndar á Íslandi hljóta fagna slíkri aðlögun,“ skrifar Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands í pistlinum „Græn aðlögun“ sem birtist á Smugunni í gærdag, 19. nóvember.

Ætla má að Árni sé í og með að beina orðum sínum til þeirra sem sitja Flokksráðsfund Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem nú stendur yfir í Hagaskóla, að minnsta kosti til þeirra flokksráðsmanna sem vilja taka grænu áherslurnar í starfi flokksins alvarlega.