Í nýrri skýrslu sem Rannsóknasetrið í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands vann fyrir Öryrkjabandalag Íslands er komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum fatlaðs fólks á Íslands sé betur borgið með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Í skýrslunni segir að „með því að byggja á greiningu á stöðu málefna fatlaðs fólks innan ESB og samanburði við aðstæður hér á landi er þetta svar nokkuð afdráttarlaust og að flest rök leiði til þess að hagsmunum fatlaðs fólks sé betur borgið innan en utan þess.“

Í skýrslunni segir einnig: „Afar mikilvægt er þó að taka fram að aðild að Evrópusambandinu skapar tækifæri til jákvæðrar þróunar en tryggir hana ekki. Til að aðild að ESB skili jákvæðum áhrifum þurfa stjórnvöld á öllum stigum, stjórnsýsla, fagfólk og ekki síst hagamunasamtök fatlaðs fólks að nýta sér þau tækifæri og möguleika sem faglegt starf, framsækin stefna og lagasetningar ESB veita. Í framkvæmd vegur það þyngst hvort stjórnvöld og hagsmunasamtök á Íslandi nota sér þau tækifæri sem aðild að ESB býður.“

Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni: http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/1273