Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst í gær og stendur nú yfir, var Herman Van Rompuy endurkjörinn forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Frá því að Van Rompuy tók við starfinu í byrjun árs 2010 hefur mikið gengið á í Evrópu og eru flestir sammála um að hann hafi staðið sig vel í því að meðhöndla þá erfiðleika sem Evrópa hefur staðið frammi fyrir.

Van Rompuy, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, fékk ekkert mótframboð og mun því gegna starfinu í tvö og hálft ár í viðbót.

Nánar hér: http://euobserver.com/843/115451