Skrifari, Jón Steindór,  ritaði greinarkorn um hlutfallslegan stöðugleika í Fréttablaðið fyrir skömmu. Hlutfallslegur stöðugleiki er ein af grundvallarreglum sjávarútvegsstefnu ESB og skiptir því miklu máli þegar rætt er um aðild Íslands að bandalaginu. Þar er reynt að gera í örstuttu máli grein fyrir hvað felst í reglunni, svokallaðri Grænbók um endurskoðun stefnunnar og líklegri niðurstöðu varðandi þessa reglu. Í framhaldi hennar hafa spunnist talsverðar umræður, ekki síst í kjölfar ummæla sem Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, lét falla í síðdegisútvarpi rásar 2 þar sem hann og bloggari ræddu málin við þáttastjórnendur.

Hér eru tenglar á helstu heimildir sem lágu til grundvallar greininni og fleira henni tengt:

Fréttablaðið 4. ágúst 2010: Hlutfallslegur stöðugleiki, grein eftir Jón Steindór Valdimarsson

Grænbók ESB um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar

Umsagnir um Grænbókina

Samantekt umsagna um Grænbókina

Sameiginleg yfirlýsing Póllands, Frakklands og Þýskalands um hlutfallslegan stöðugleika

Rás 2, síðdegisútvarpið 4. ágúst 2010: rætt við Adolf Guðmundsson og Jón Steindór Valdimarsson

Frétt RÚV 4. ágúst 2010: fjallað um ummæli Adolfs Guðmundssonar

Yfirlýsing Adólfs Guðmundssonar 6. ágúst 2010 vegna fréttar RÚV