Á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í morgun voru kynntar niðurstöður könnunar um viðhorf almennings til ESB. Könnunun er gerða af Capacent Gallup dagana 2. – 16. febrúar 2011.

Samskonar könnun var gerð fyrir réttu ári síðan og sína niðurstöðurnar nú að almenningur er marktækt jákvæðari í garð aðildar að Evrópusambandinu. Þeir sem eru neikvæðir hafa þó enn mikið forskot.

Nú segjast 50,5% andvígir aðild Íslands að ESB en 31,4% hlynntir og 18,1% hvorki hlynntir né andvígir (13,7% tóku ekki afstöðu).

Þegar spurt er: Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag, hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði?, þá er niðurstaðan þessi:

Um 61% segja að þeir myndu örugglega eða líklega greiða atkvæði á móti aðild en 39% að sama skapi örugglega eða líklega með aðild (12,4% tóku ekki afstöðu).

Frá febrúar 2010 til febrúar 2011 hefur þeim sem eru andvígir aðild fækkað úr 60% í 50,5% en þeim sem eru hlynntir fjölgað úr 24,5% í 31,4%. Þá segjast 38,9% líklega myndu segja já ef aðildin yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag fyrir ári voru 30,5% þeirrar skoðunar.

Þetta er góðar fréttir fyrir Já Ísland. Viðhorfin eru að þokast í rétta átt en um leið mikil hvatning um að vinna enn betur í að kynna kosti þess að ganga í Evrópusambandið að fengnum góðum aðildarsamningi.

Könnun Samtaka iðnaðarins í heild sinni.