Í Fréttablaðinu í dag, 5. desember, birtist grein eftir Finn Torfa Magnússon, verkfræðing. Í greininni fjallar Finnur um að það sé skynsamlegt að halda áfram viðræðum við ESB, sérstaklega vegna hrakfallasögu íslensku krónunnar.

Í greininni segir meðal annars:

„Saga íslensku krónunnar er ekki löng og segja má að hrakfallasaga hennar hefjist strax í upphafi. Gjaldeyrishöft eru sett á 1931, þau hert árið 1947 og ekki losuð að fullu fyrr en árið 2001. Gengið er fellt um 18% árið 1939 og fellt aftur um tæp 43% árið 1950. Tekið var upp 55% yfirfærslugjald (tvöföld gengisskráning) árið 1956, gengið fellt um 57% 1960 og aftur um 35% árið 1967. Það sígur frekar á 9. áratug síðustu aldar auk gengisfellinga 1992 um 6,0% og 1993 um 7,5%. Þá féll krónan einnig mikið við fall bankanna. Miðað við dönsku krónuna eru um 0,5% eftir af upphaflegu verðmæti hennar. Segja má að krónan sé nú stúfar við hækjur í formi gjaldeyrishafta og slíkt gangverk er ekki gott til framtíðar.“

Lesa má greinina í heild sinni hér: http://visir.is/holdum-afram-vidraedum-um-esb-adild/article/2011712059975