Evrópuþingmenn höfðu fullan skilning á sérstöðu Íslands á opnum fundi utanríkismálanefndar Evrópuþingsins, sem fjallaði um aðildarferli Íslands í gær. Baldur Þórhallson, prófessor, ávarpaði fundinn sem er liður í stefnumótun þingsins um aðildarviðræður Íslands. Baldur greindi frá niðurstöðu fundarins í Fréttablaðinu í dag.

„Það var rætt um að Ísland væri minnsta ríkið sem hefði sótt um aðild og um leið það ríkasta. Í þriðja lagi sé Ísland það land sem er mest aðlagað að  ESB, sem nokkurn tíma hefur sótt um aðild. Ekkert umsóknarríki hafi verið eins vel undirbúið”.

Þingmenn hafa fullan skilning á neikvæðri afstöðu almennings gagnvart ESB aðild og vilja koma til móts við kröfur Íslendinga. Baldur sagði jafnframt  að menn hafi talsverðar áhyggjur af neikvæðum afleiðingunum þess ef Ísland hafnar aðildarsamningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Menn vilja ekki sjá norskt nei og vísar til þess að Normenn hafa tvívegis hafnað aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.