THorgerdur-katrin2Fimmtudaginn 14. mars næstkomandi stendur Já Ísland fyrir opnum súpufundi í hádeginu með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur alþingismanni.

Á fundinum, sem ber yfirskriftina Horft yfir sviðið og fram veginn, mun Þorgerður Katrín fjalla um stöðuna í Evrópumálunum í aðdraganda kosninga. Hún hefur verið þingmaður í 14 ár, tók sæti á Alþingi árið 1999 og í kjölfarið sæti í þingmannanefnd Íslandsdeildar EFTA þar sem hún gengdi um tíma formennsku. Þorgerður Katrín hefur stutt aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið og verið ötull talsmaður Evrópumála í íslensku samfélagi. Við þinglok ræðir hún framhald umsóknar Íslands um aðild að ESB eftir kosningar og mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

Fundurinn hefst klukkan 12.00 og er haldinn í nýjum húsakynnum Já Ísland, í Síðumúla 8, 108 Reykjavík.

Súpa og brauð 500 kr.

Allir velkomnir.

Skráðu þig til leiks á facebook með því að smella hér.