Hvað hefði þjóðin grætt á því að vera Evruríki?  Já Ísland býður upp almenningi að skoða samanburðinn á því hvað kostar að taka húsnæðislán á Íslandi og hvað það kostar í Evruríki.  Um er að ræða reiknivél á slóðinni http://lan.jaisland.is/ þú getur slegið inn húsnæðislánið sem þú tókst á árunum 2000 – lok árs 2011 í íslenskum verðtryggðum krónum og reiknivélin sýnir þér hverjar eftirstöðvar lánsins eru í dag og hverjar þær væru ef þú hefðir tekið lán á meðaltals vöxtum í Evruríkjunum.   Munurinn er vægast sagt sláandi.  Íslensk heimili borga milljónir á ári hverju fyrir það eitt að hafa íslenska krónu.

 

Stærsta hagsmunamál heimilanna er að losa þau undan þessum gífurlega kostnaði og óvissu sem felst í því að halda í krónuna.  Það er hægt að spara heimilunum í landinu þann gífurlega kostnað sem fylgir krónunni og koma þannig í veg fyrir þá miklu áhættu sem hvert heimili í landinu tekur á sig þegar tekið er venjulegt húsnæðislán sem getur stökkbreyst með litlum fyrir vara.

 

Með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru er hægt að koma í veg fyrir þennan kostnað.  Það er skynsamleg leið til framtíðar.